Er Cara Delevingne trúlofuð?

Sagan segir að Cara Delevingne hafi trúlofast kærustunni sinni St. …
Sagan segir að Cara Delevingne hafi trúlofast kærustunni sinni St. Vincent. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Cara Delevingne hefur verið í sambandi við söngkonuna St. Vincent, réttu nafni Annie Clark,  í tæpt ár. Orðrómur þess efnis að parið hafi trúlofað sig hefur nú fengið byr undir báða vængi, en þær sáust skarta samskonar demantshringum á tískusýningu í París á dögunum.

Daily Mail greindi frá þessu og hafði jafnframt samband við talsmenn kvennanna til að freista þess að staðfesta orðróminn. Engin svör hafa þó borist við fyrirspurninni.

Báðar hafa þær lýst hrifningu sinni af hvor annarri í fjölmiðlum, en Delevingne sagði í viðtali að hún væri yfir sig ástfangin.

„Ég held að ást mín á kærustunni minni spili stóra rullu í því hversu hamingjusöm ég er og hversu ánægð ég hef verið í eigin skinni undanfarið.“

Fyrr á árinu deildi söngkonan einnig mynd af handskrifuðum skilaboðum á Instagram þar sem á stóð: „Annie Clark, viltu giftast mér?“ Við myndina skrifaði hún einfaldlega OK.

Ok...

A photo posted by St. Vincent (@st_vincent) on Jun 8, 2015 at 7:00pm PDT

Fyrirsætan og tónlistarkonan skörtuðu sams konar hringum á dögunum.
Fyrirsætan og tónlistarkonan skörtuðu sams konar hringum á dögunum. Skjáskot af Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson