„Hi“ sem varð að post-it stríði

Skjáskot

Þegar fólk tekur sig ekki of alvarlega getur niðurstaðan oft orðið nokkuð skemmtileg og jafnvel lífgað upp á líf annarra í kring. Niðurstaðan getur einnig orðið stórlækkandi framlegð starfsmanna, alla vega til skamms tíma. Oft getur lítil þúfa einnig velt þungu hlassi og það gerðist í síðustu viku í New York á Varick-stræti þegar starfsmaður hjá fyrirtækinu Harrison and Star skrifaði „HI“ með post-it miðum í glugga fyrirtækisins.

Á móti skrifstofubyggingunni þar sem maðurinn vann er önnur skrifstofubygging og ekki leið á löngu fyrr en svar kom í glugga þar með skilaboðunum „Sup?“ en það myndi útleggjast á íslensku sem „hvað er að frétta?“. Afþreyingarvefurinn Bored Panda sagði frá uppátæki starfsmanna í byggingunum í dag.

Í báðum byggingunum er talsvert um fjölmiðlastarfsmenn og auglýsingastofur. Einhver hefði því væntanlega getað giskað á hver útkoman yrði, eða réttara sagt, einhver hefði mögulega getað sagt sér til um að stríð væri í aðsigi.

Á stuttum tíma fylltust gluggar bygginganna af alls konar skilaboðum, vörumerkjum, teiknimyndapersónum og ofurhetjum. Að lokum má segja að auglýsingastofan Havas Worldwide hafi sett punktinn yfir i-ið með risastóru „mic-drop“. Sjón er sögu ríkari.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BFPG7x7mTON/" target="_blank">Messages from the other side #Hi #postitwars #canalnotes</a>

A photo posted by freshasthedayshewasborn (@freshasthedayshewasborn) on May 10, 2016 at 11:02am PDT

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BFzo7sJAUq6/" target="_blank">It's been fun to watch! @HavasNYC drops the mic on @canalnotes #postitwars #havasmicdrop #motion #tribute #micdrop #canalnotes #postit</a>

A video posted by Spectacle Studio (@spectacle_studio) on May 24, 2016 at 3:32pm PDT

Hægt er að horfa á hreyfimynd af „mic dropinu“ með að smella á Instagram myndina hér fyrir ofan.

Fleiri myndir frá byggingunum tveimur má sjá hér.

Post-it miðar eru til margra hluta gagnlegir.
Post-it miðar eru til margra hluta gagnlegir. Mynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson