Segir kynhneigð sína fljótandi

Susan Sarandon segir að kynhneigð hennar sé opin og fljótandi.
Susan Sarandon segir að kynhneigð hennar sé opin og fljótandi. AFP

Hin sjötuga Susan Sarandon lýsti því yfir í nýju viðtali að hún væri opin fyrir því að eiga í sambandi við konur. Þá sagðist hún einnig hafa átt í sambandi við samkynhneigðan mann á sínum yngri árum.

„Já ég er opin. Það mætti segja að kynhneigð mín sé opin fyrir öllu,“ sagði leikkonan í viðtali við Pride Source aðspurð að því hvort kynhneigð hennar væri fljótandi.

 „Ég átti einu sinni í farsælu, ástríku og yndislegu sambandi við mann sem ekki átti í sambandi við fleiri konur eftir mig, og það gekk ákaflega vel. Þá þurfti maður ekki að skilgreina kynhneigð sína út í þaula eins og gerð er krafa um í dag.“

Leikkonan sagðist þó ekki hafa farið á mörg stefnumót í gegnum tíðina, enda lýsir hún sér sem raðeinkvænismanneskju.

„Ég hef ekki fengið mörg tilboð af nokkru tagi, en að mínu mati var þetta allt miklu opnara á sjöunda áratugnum.“

Frétt mbl.is: Íhugar að leikstýra klámmynd

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson