Djokovic eignaðist dóttur

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic og eiginkona hans, Jelena, eignuðust stúlku síðdegis í gær og hefur hún hlotið nafnið Tara.  Hjónin eiga fyrir tveggja ára gamlan dreng, Stefan.

Djokovic er einn fremsti tennisleikari sögunnar en hann hefur unnið tólf stórmót. Hann varð að hætta keppni í júlí vegna meiðsla í olnboga.

Hann þurfti að hætta leik í átta manna úr­slit­um Wimbledon-meist­ara­móts­ins í júlí vegna meiðsla og gat ekki verið með á síðasta ri­sa­móti árs­ins, Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu.

„Ég hef ákveðið að spila ekki meira á ár­inu 2017. Wimbledon var senni­lega erfiðasta mótið fyr­ir mig hvað varðar sárs­auka og það hef­ur bara versnað,“ sagði Djo­kovic, sem hef­ur ekki unnið ri­sa­mót síðan á Opna franska meist­ara­mót­inu í fyrra.

Á milli janú­ar 2015 og júní 2016 vann Djo­kovic 17 af 22 úr­slita­leikj­um sín­um á 24 mót­um og virt­ist óstöðvandi í tenn­is­heim­in­um. En undanfarna mánuði hefur þessi þjóðhetja Serbíu aðeins verið skugginn af sjálfum sér. 

Djokovic, sem er þrítugur að aldri, er í fjórða sæti yfir helstu tennisleikmenn heims. Hann stefnir á að geta hafið keppni að nýju í ársbyrjun 2018 og Andre Agassi verður áfram þjálfari hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson