Lagarde útilokar ekki útgöngu Grikklands

Christine Lagarde
Christine Lagarde Reuters

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, segir það möguleika að Grikkland yfirgefi evrusvæðið í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina France 24 í dag.

Vísaði Lagarde þar til þeirra reglna sem gilda um aðild að myntbandalagi Evrópu, svo sem um að halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Eins mega skuldir hins opinbera ekki vera meiri en sem nemur 60% af VLF eða að skuldahlutfallið stefni nægilega hratt að því marki ef það er hærra en 60%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert