Tengdasonur bin Ladens neitar sök

Sulaiman Abu Ghaith, tengdasonur Osama bin Ladens og fyrrverandi talsmaður al-Qaeda, var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Þar neitaði hann sök en Ghaith er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á Tvíburaturnanna í New York 11. september 2001.

Ghaith var tekinn höndum í háleynilegri aðgerð Bandaríkjamanna fyrir rúmri viku og færður til New York. Hann er sagður 47 ára og frá Kúveit. Hann sinnti hlutverki talsmanns og áróðursmeistara hjá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, að því er bandarísk yfirvöld halda fram.

Gríðarlegur viðbúnaður var við dómhúsið þegar Ghaith kom fyrir augu almennings í fyrsta skipti síðan hann var fluttur nauðugur til Bandaríkjanna. 

Þingfesting málsins tók ekki nema 17 mínútur og var ákveðið að næsta þinghald yrði 8. apríl næstkomandi. Þá verður ákveðið hvenær aðalmeðferð í málinu fer fram. Verði hann fundinn sekur á Ghaith yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Sulaiman Abu Ghaith
Sulaiman Abu Ghaith AFP
Sulaiman Abu Ghaith
Sulaiman Abu Ghaith AFP
Fjölmiðlar fylgdust grannt með.
Fjölmiðlar fylgdust grannt með. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert