Starfsleyfi ferjufyrirtækisins afturkallað

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins sem átti ferjuna sem sökk með 476 manns um borð. Yfir 300 þeirra fórust.

Eigandi ferjufyrirtækisins Chonghaejin Marine, Kim Han-Sik, var handtekinn á heimili sínu í morgun og er nú í haldi lögreglunnar í hafnarborginni Mokpo. Saksóknari undirbýr nú ákæru á hendur Kim en hann verður ákærður fyrir manndráp og bort á siglingalögum, segir saksóknari, Yang Jong-Jin told AFP.

Kim hefur verið sakaður um að hafa snúið blindu auga á að allt of mikill farmur hafi verið um borð í ferjunni en það er talin ein helsta skýringin á því að ferjan sökk þann 16. apríl sl.

Sjávarútvegsráðuneytið skoðar nú að loka ferjustarfsemi Chonghaejin að fullu en talsmaður ráðuneytisins segir í samtali við AFP fréttastofuna að nafni ferjufyrirtækisins verði ekki heimilt að sverta starfsemi ferja í Suður-Kóreu í framtíðinni.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert