Ekkert spurst til systranna

Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á …
Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á leið heim úr skólanum þegar þeim var rænt.

Ekkert hefur spurst til tveggja systra sem var rænt í Noregi í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Heiðmörk. Stúlkunum, sem eru 6 og 8 ára gamlar, var rænt um hábjartan dag skammt frá bænum Kongsvinger.

Faðir þeirra er eftirlýstur innan Noregs sem utan og fer lögregla yfir öll samskipti við fjölskyldu þeirra og umgengnisrétt hans við dætur sínar en þær höfðu búið um nokkurt skeið hjá fósturfjölskyldu, samkvæmt frétt Verdens gang.

Það var um þrjúleytið í gær að stúlkunum tveimur, sem eru af tét­s­ensk­um upp­runa, Somaju, átta ára, og Rajönu, sex ára, var rænt af grímuklæddum mönnum í um 11 km fjarlægð frá Kongsvinger. Talið er að faðir þeirra standi á bak við ránið en hann á að hafa komið í veg fyrir að fósturforeldrarnir gætu hringt í lögreglu þegar stúlkunum var rænt. Leitað var á heimili föðurins, Mansurs Mahashevs, í Ósló í gærkvöldi.

Aftenposten hefur eftir vinnufélaga Mahashevs að hann hafi átt í illdeilum við barnaverndaryfirvöld en hann hafi ekki viljað ræða mikið um það né einkalíf sitt við vinnufélagana. 

Húsleit á heimili föðurins

Samkvæmt frétt Dagbladet er Mansur Mahashev sakaður um vanrækslu á dætrum sínum og á að taka málið fyrir í héraðsdómi í Ósló síðar í vikunni. Þar átti meðal annars að úrskurða um hvort stúlkurnar ættu að vera áfram í fóstri. 

Mahashev starfar hjá byggingarfyrirtæki í Ósló líkt og eiginkona hans. Ekki hefur verið upplýst hver hennar hlutur í brotthvarfinu er talinn vera.

Mansur Mhashev flutti til Noregs frá Tsjetsjeníu. Hann er grunaður …
Mansur Mhashev flutti til Noregs frá Tsjetsjeníu. Hann er grunaður um að hafa látið ræna dætrum sínum í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert