Systurnar hugsanlega í Rússlandi

Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á …
Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á leið heim úr skólanum þegar þeim var rænt.

Lögregla í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri. Hann er umráðamaður einnar af fjórum bifreiðum sem lögregla hefur lýst eftir í tengslum við rán á tveimur systrum fyrr í vikunni.

Systrunum Somuju, átta ára, og Rajunu, sex ára, var rænt um hábjartan dag. Þær fóru með skóla­bíln­um heim úr grunn­skól­an­um í Kongs­vin­ger í Aust­ur­mörk eins og venju­lega. Fóst­ur­for­eldr­arn­ir biðu þeirra í strætó­skýl­inu, en skyndi­lega var silf­ur­grá­um jepp­ling ekið að skýl­inu. Tveir grímu­klædd­ir menn gripu stúlk­urn­ar og óku með þær burt.

Lögreglan hefur staðfest að umráðamaður bifreiðarinnar þekki Mans­us Mahashev, föður stúlknanna. Sérfræðingur sem VG ræðir við segir hugsanlegt að stúlkurnar séu komnar til Rússlands og þá geti lögreglan í Noregi lítið gert í málinu. 

Talið er að for­eldr­ar systr­anna standi á bak við ránið en stúlk­urn­ar voru í fóstri þar sem faðir þeirra er tal­inn hafa beitt þær of­beldi og van­rækt.

Móðirin neit­ar því að hafa átt aðild að rán­inu en hún og maður henn­ar skildu fyr­ir nokkr­um árum og bjuggu stúlk­urn­ar hjá föður sín­um allt þar til þeim var komið í fóst­ur í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert