Vilja ræða við kærustu föðurins

Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á …
Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á leið heim úr skólanum þegar þeim var rænt.

Lögregla í Noregi vill ná tali af kærustu Mansur Mahashev, föður systranna sem rænt var um hábjartan dag í síðustu viku. Faðirinn er eftirlýstur fyrir að hafa numið dætur sínar á brott. Lögreglu ekki tekist að hafa uppi á kærustunni. Syst­urn­ar eru af tsjet­sjensk­um upp­runa og bjuggu á fóst­ur­heim­ili.

Foreldrar Raj­unu og Som­aju, 6 og 8 ára slitu samvistum og tók faðir þeirra saman við aðra konu. Þau eiga saman tvö börn, þriggja og fjögurra ára. VG greinir frá því að barnavernd hafi einnig þurft að hafa afskipti af Mahashev og konu hans vegna barna þeirra

Barnavernd barst tilkynning í janúar á þessu ári frá aðila sem hafði áhyggjur af börnunum tveimur. Samkvæmt heimildum VG fór kærasta Mahashev í kjölfarið með börnin tvö til Téténíu en hún óttaðist að börnin yrðu tekin af þeim. Mahashev reyndi að fá hana til að snúa aftur til Noregs án árangurs.

Lögregla í Noregi segir að ekki sé hægt að útiloka að Mahashev hafi farið með dætur sínar til Téténíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert