Ungu systurnar enn ófundnar

Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, eru enn …
Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, eru enn ófundnar.

Lögregla í Noregi hefur nú yfirheyrt 36 ára ára mann þrisvar í tengslum við brottnám tveggja systra sem rænt var um hábjartan dag í síðustu viku. Stúlkurnar eru enn ófundnar.

Hann var útskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudag, en hann er eigandi einn­ar af fjór­um bif­reiðum sem lög­regla hef­ur lýst eft­ir í tengsl­um við ránið.

Maðurinn er samstarfsmaður Mans­us Mahashev, föður Somuju, átta ára, og Raj­unu, sex ára. Hann er grunaður um að hafa átt þátt í ráninu. Að sögn lögreglu hefur maðurinn verið viljugur til að ræða við lögreglu.

Mans­us Mahashev er eftirlýstur, grunaður um að hafa átt þátt í að ræna stúlkunum og komið í veg fyrir að fósturforeldrar þeirra gætu haft samband við lögreglu eftir að stúlkunum var rænt.

Lögreglu miðar lítið áfram í leitinni að stúlkunum. Farið hefur verið yfir myndir úr öryggismyndavélum og aðrar vísbendingar sem borist hafa. Margar vísbendingar bárust fyrstu dagana eftir ránin en hefur þeim fækkað.

VG greinir frá málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka