Systurnar enn ófundnar

Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á …
Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á leið heim úr skólanum þegar þeim var rænt.

Lögreglan í Heiðmörk í Noregi hefur lýst eftir tveimur bifreiðum til viðbótar í tengslum við ránið á tveimur systrum fyrr í vikunni, þeim Somaju, átta ára, og Rajönu, sex ára. Ekkert hefur spurst til þeirra frá því þeim var rænt og er ekki vitað hvort þær eru enn í Noregi.

Á vef VG kemur fram að lögreglan hafi lýst eftir tveimur bifreiðum í morgun. Önnur þeirra, Volvo, er með útlensk bílnúmer. Hin bifreiðin, KIA, er með norskum númeraplötum. Nokkur vitni hafa haft samband við lögreglu og sagst hafa séð þessar bifreiðir í nágrenninu þegar systrunum var rænt síðdegis á þriðjudag af tveimur grímuklæddum mönnum. 

Áður hafði verið lýst eftir tveimur bílum og í fyrradag fannst önnur bifreiðin og var umráðamaður hennar handtekinn. Hann vinnur með föður systranna, Mansus Mahashev.

Talið er að foreldrar systranna standi á bak við ránið en stúlkurnar voru í fóstri þar sem faðir þeirra er talinn hafa beitt þær ofbeldi og vanrækt. Móðirin neitar því að hafa átt aðild að ráninu en hún og maður hennar skildu fyrir nokkrum árum og bjuggu stúlkurnar hjá föður sínum allt þar til þeim var komið í fóstur í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert