Át auga konunnar

Cerys Marie Yemm.
Cerys Marie Yemm. Skjáskot af Sky

Mannætan og morðinginn Matthew Williams lokkaði fórnarlamb sitt á hótelherbergi, réðst á hana og át hluta andlits hennar, m.a. auga. Árásin átti sér stað á hóteli í Suður-Wales í fyrrinótt og hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi. Williams lést er lögreglan skaut hann með rafbyssu. Stúlkan sem hann réðst á lést vegna alvarlegra áverka sem hann veitti henni.

Í frétt Telegraph um málið segir að maðurinn hafi sagt við konuna, hina 22 ára gömlu Cerys Yemm, að hann myndi hringja fyrir hana á leigubíl en þau höfðu hist úti á lífinu. Samkvæmt heimildum Telegraph kynntust Yemm, sem var sölumaður hjá versluninni Next, og Williams í gegnum sameiginlegan vin á miðvikudagskvöld. 

Meðal þess sem lögreglan rannsakar nú er BMW-bifreið sem lagt var fyrir utan hótelið og talin er hafa verið í eigu Williams. Skoðað er hvort Williams hafi ekið bílnum að hótelinu og hvort Yemm hafi verið með  honum í bílnum. 

Þegar á hótelið kom er ljóst að allt fór úr böndunum og í frétt Telegraph segir einfaldlega: „Hann var að reyna að éta hana til dauða.“

Blaðið hefur eftir sameiginlegum vini þeirra að þau hafi hist um kvöldið og farið að tala saman. Þau hafi drukkið áfengi og Williams svo talið Yemm á að koma með sér á hótelið þar sem hann sagðist ætla að hringja á leigubíl fyrir hana. 

Williams hafði nýverið losnað úr fangelsi þar sem hann afplánaði aðeins um helming fimm ára dóms fyrir líkamsárás. Hann var þekktur í heimabæ sínum, Blackwood, fyrir hrottaskap. 

Samkvæmt heimildum Telegraph tók Williams kókaín fyrir árásina á Yemm. Þá segja heimildamenn blaðsins að hann hafi étið annað auga hennar og tuggið hálft andlitið í hinni hrottafengnu árás. 

Fréttir mbl.is um málið:

Lagði sér andlit konu til munns

Fórnarlambið hét Cerys Yemm

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert