Fórnarlambið hét Cerys Marie Yemm

Cerys Marie Yemm.
Cerys Marie Yemm. Skjáskot af Sky

Kona sem varð fyrir hrottafenginni árás karlmanns á hóteli í Suður-Wales með þeim afleiðingum að hún lést var 22 ára og hét Cerys Marie Yemm. Maðurinn er sagður hafa verið að leggja sér andlit hennar til munns er öryggisverðir brutust inn í hótelherbergið.

Lögreglan greindi frá nafni konunnar í dag. Árásarmaðurinn var skotinn með rafbyssu af lögreglu er hún kom á staðinn. Hann lést skömmu síðar í haldi lögreglu. 

Konan var á lífi er að var komið en með mjög alvarlega áverka á andliti. Hún var úrskurðuð látin á hótelinu stuttu síðar. 

Árásarmaðurinn, Matthew Williams, hafði verið látinn laus úr fangelsi fyrir tveimur vikum. Hann er sagður hafa þekkt konuna og boðið henni upp á hótelherbergi í drykk. Hann sat inni fyrir alvarlega líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sína og hafði aðeins afplánað um helming fimm ára dóms er honum var sleppt.

Árásin átti sér stað í nótt á hóteli þar sem afbrotamenn á skilorði dvelja. Í frétt Sky kemur fram að nágrannarnir séu þreyttir á ástandinu í kringum hótelið. Lögreglan komi þangað nær daglega.

Frétt mbl.is: Lagði sér andlit konunnar til munns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert