Voru allar í sama skólanum

Hafa konur innan Ríkis íslams notað samfélagsmiðla eins og Twitter …
Hafa konur innan Ríkis íslams notað samfélagsmiðla eins og Twitter til þess að lokka aðrar konur til yfirráðasvæða samtakanna. Skjáskot af Twitter

Fjórar stúlkur, sem stöðvaðar voru á leið sinni frá Bretlandi til mögulega Sýrlands í síðustu viku eru úr sama skóla og fjórar aðrar stúlkur sem þegar eru komnar til Sýrlands. Þetta kemur fram í frétt Sky News.

Þær Kadiza Sult­ana, Amira Aba­se og Shamima Beg­um eru fimmtán og sextán ára gamlar. Þær yfirgáfu heimili sín í Lundúnum í febrúar er nú talið að þær séu í Raqqa í Sýrlandi. Er gert ráð fyrir því að stúlkurnar séu þar til þess að ganga til liðs við Ríki íslams.

Tveimur mánuðum áður flúði samnemandi þeirra heimili sitt. Talið er að hún sé einnig í Sýrlandi.

Í úrskurði dómara kemur fram að nú sé hægt að segja frá því að unglingsstúlkurnar átta hafi allar verið nemendur við sama skólann, Bethnael Green Academy í austur Lundúnum. 

Samkvæmt frétt Sky News hafði lögregla lýst yfir áhyggjum yfir fjórum öðrum stúlkum í skólanum, sem einnig eru fimmtán og sextán ára. Úrskurðaði dómari þær í farbann í síðustu viku. Með því geta þær ekki yfirgefið Bretland án leyfis dómarans.

Var sú ákvörðun tekin eftir að félagsráðgjafar við Tower Hamlet bæjarráðið sögðu dómaranum að stúlkurnar væru líklegar til þess að flýja til svæða þar sem Ríki íslams ræður ríkjum.

Fyrri fréttir mbl.is:

Földu bréfin og létu sig hverfa

Greiddu fyrir ferðina með reiðufé

Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum sjást hér fara …
Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum sjást hér fara í gegnum öryggishlið á Gatwick flugvelli í Lundúnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert