Hættustigi lýst yfir á Spáni

Slökkviliðsmaður slekkur skógareld á Spáni í gær.
Slökkviliðsmaður slekkur skógareld á Spáni í gær. AFP

Hæsta hættustigi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna skógarelda. Hitabylgja geisar í landinu, önnur hitabylgjan í sumar. Um fimm hættustig er að ræða en það efsta merkir að gífurleg hætta sé á skógareldum.

Talið er að hiti muni víða fara upp í 36 til 40 gráður á Spáni í dag. Talið er að hitabylgjan muni ekki ganga niður fyrr en á sunnudag. Veðurstofa landsins hefur hvatt fólk til að fara afar varlega, þá sérstaklega þau sem eldri eru. Þann 29. júní síðastliðinn fór hiti upp í 44 gráður í spænsku borginni Cardoba.

Skógareldar kviknuðu í Aragon á Spáni um helgina. 1.500 manns þurftu að yfirgefa heimili sín en eldurinn náði yfir 13,500 hektara svæði.

Frét mbl.is: Stefnir í hitamet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert