Ferðamenn voru skotmarkið

Þúsundir ferðamanna heimsækja hofið á degi hverjum.
Þúsundir ferðamanna heimsækja hofið á degi hverjum. AFP

Öryggismálaráðherra Taílands segir skotmark árásarmanna sem komu sprengju fyrir í mótorhjóli fyrir framan Erawan hofið í dag og varð að minnsta kosti tólf að bana hafa verið ferðamenn.

„Þetta var TNT sprengja.. Fólkið sem gerði þetta beindi þessu að ferðamönnum með það að markmiði að skaða ferðaþjónustuna og efnahagslífið,“ sagði Prawit Wongsuwong.

Sjá einnig: Öflug sprenging í Bangkok

Þúsund­ir heim­sækja Erawan hofið á degi hverj­um, en þar er meðal ann­ars að finna stytt­una Phra Phrom af gyðjunni Bra­hma. Samkvæmt fréttum AFP fréttaveitunnar voru líkamshlutar á víð og dreif um götuna fyrir framan hofið eftir sprenginguna.

Sprengjan sprakk um klukkan 19 á staðartíma og varð að minnsta kosti tólf til bana. Hátt í tuttugu slösuðust. Nær­liggj­andi svæði hafa verið rýmd en fregn­ir herma að fleiri sprengj­ur séu á staðnum. Spreng­ing­in varð sök­um mótor­hjóla­sprengju og hef­ur önn­ur sprengja fund­ist á svæðinu sam­kvæmt taí­lensk­um fjöl­miðlum, en unnið er að því að af­tengja hana.

Ekki er vitað hver eða hverj­ir standa að baki árás­inni.

Hátt í tuttugu slösuðust.
Hátt í tuttugu slösuðust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert