Senda rútur eftir flóttamönnunum

Ungversk yfirvöld hafa nú sent rútur til þess að flytja flóttamenn til landamæranna sem liggja að Austurríki eftir að rúmlega þúsund flóttamenn hófu að ganga þangað í dag.

Fólkið yfirgaf Keleti lestarstöðina í Búdapest fótgangandi eftir að hafa setið þar fast í nokkra daga. Leiðin frá Búdapest til Vín­ar er um 240 kíló­metra löng.

Fyrri frétt mbl.is: Hyggjast ganga 240 kílómetra

Aðstoðarmaður Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, greindi frá því í kvöld að rútur myndu sækja flóttamennina sem eru á göngu meðfram aðalhraðbrautinni til Vínar. Einnig mun flóttamönnum við Keleti lestarstöðina bjóðast far með rútunum.

Rúturnar munu flytja fólkið til Hegyeshalom, við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Ungversk yfirvöld hafa ekki enn fengið svör frá þeim austurrísku um hvort að fólkinu verði hleypt inn í landið. „Við tökum þetta skref svo að samgöngur í landinu lamist ekki næsta sólarhringinn,“ sagði Lazar.

Matthew Price, blaðamaður BBC, er á göngu ásamt flóttamönnum. Hann sagði að þegar að það byrjaði að dimma hefðu margir haldið áfram ferðinni á meðan aðrir, þar á meðal sjö manna fjölskylda, ákvað að hvílast um nóttina á akri við hraðbrautina.

Talið er að rúmlega þúsund flóttamenn hafi ætlað að ganga …
Talið er að rúmlega þúsund flóttamenn hafi ætlað að ganga til Austurríkis. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert