Independent hættir blaðaútgáfu

Blað Independent í dag.
Blað Independent í dag. AFP

Dagblaðið Independent og sunnudagsblað þess munu koma út í síðasta sinn í lok mars en stjórn þeirra tilkynnti í dag að útgáfu dagblaðanna verði hætt. Systurblað þeirra, i, var selt til útefandans Johnston Press, sem einnig gefur út dagblaðið The Scotsman.

Óhjákvæmilegt var að loka blöðunum þar sem þau gátu ekki staðið undir kostnaði samkvæmt einum stofnanda blaðsins, Andreas Whittam Smith, sem sagði þetta sáran dag.

Vefsíðu Independent verður áfram haldið úti. Eigandi blaðanna, Evgeny Lebedev, sagði þetta lið í því að bregðast við kröfum markaðarins og lesenda. Vefsíðan er sögð skila hagnaði nú þegar og mun bæta við störfum í kjölfarið.

„Dagblaðaiðnaðurinn er að breytast og sú breiting er drifin af lesendum,“ sagði Lebedev. „Þeir eru að sýna okkur að framtíðin er stafræn. Þessi ákvörðun varðveitir vörumerki Independent og leyfir okkur að fjárfesta áfram í hágæða ristjórnarefni sem laðar að fleiri og fleiri lesendur á vefsíður okkar.“

Um 111 störf eru sögð munu hverfa með Independent en nokkrir tugir starfa munu bætast við hjá nýjum eigendum i og í netútgáfu Independent.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert