Gene Wilder látinn

Gene Wilder er látinn.
Gene Wilder er látinn. AFP

Bandaríski leikarinn Gene Wilder er látinn, 83 ára að aldri. Wilder var þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við The Producers, Blazing Saddles, Young Frankenstein og Willy Wonka and the Chocolate Factory. 

Wilder lést á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum í gær, en dánarorsökin er talin tengjast Alzheimer-sjúkdómnum sem hann þjáðist af. Fjölskylda hans tilkynnti þetta í yfirlýsingu í dag.

Hann var tvisvar sinnum tilnefndur til Óskarsverðlaunanna, fyrst fyrir hlutverk sitt í The Producers og síðar fyrir að hafa verið einn af handritshöfunum Young Frankenstein. 

Wilder lék síðast í gamanþáttunum Will and Grace og hlaut Emmy-verðlaunin fyrir hlutverk sitt. Hápunktur ferils hans var þó á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Frétt Variety.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert