Vilja þjóðaratkvæði um evruna

AFP

Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu vill að fram fari þjóðaratkvæði þar í landi um evruna. Flokkurinn er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Ítalíu og var fremst í flokki þeirra sem börðust gegn breytingum á stjórnskipun landsins í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Breytingunum var hafnað sem varð til þess að Matteo Renzi forsætisráðherra sagði af sér.

Hugsanlegt er að Fimm stjörnu hreyfingin eigi eftir að taka sæti í næstu ríkisstjórn Ítalíu. Haft er eftir Alessandro Di Battista, einum að leiðtogum flokksins, í ítalska dagblaðinu La Repubblica í gær að þar á bæ sé vilji til þess að leggja það í dóm þjóðarinnar hvort hætt verði að nota evruna og sjálfstæður ítalskur gjaldmiðill tekinn upp í staðinn á nýjan leik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert