Mannskæð gassprenging í leikskóla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og 66 eru særðir, þar af níu alvarlega, þegar sprenging varð við leikskóla í Kína. Ekki er vitað hversu mörg börn eru á meðal hinna látinna. Óljóst er hvað olli sprengingunni en talið er að gassprenging hafi orðið í matarvagni sem stóð við leikskólann. BBC greinir frá. 

Atvikið átti sér Í Fengxian sem er í austurhluta Kína og á sama tíma og foreldrar sóttu börn sín í leikskólann. Fjölmargar myndir hafa birst af börnum og foreldrum við illan leik á samfélagsmiðlum.

Lögregla hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Þetta er annað slysið á stuttum tíma sem á leikskólum í Kína. Í síðasta mánuði létust 11 börn þegar kviknaði í rútu inn í jarðgöngum. Rútan var full af börnum. Í ljós kom að bílstjórinn kveikti sjálfur í rútunni með þessum afleiðingum. Hann lést einnig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert