Létust við að sækja sér eldsneyti

Wikipedia

Fjöldi manns lét lífið í eldsvoða skammt frá bænum Ahmedpur í Pakistan í nótt að íslenskum tíma. Eldurinn kviknaði eftir að olíuflutningabifreið valt. Fyrir liggur að 123 manns að minnsta kosti eru látnir og fjöldi slasaður. Fólkið hafði hópast á staðinn til þess að sækja sér eldsneyti.

Fram kemur í frétt AFP að olíuflutningabifreiðin hafi verið með um 40 þúsund lítra af bensíni þegar hún valt á leiðinni á milli borganna Karachi og Lahore. Ekki hefur verið staðfest hvað olli því að bifreiðin valt en sjónarvottar telja að hjólbarði hafi sprungið með þeim afleiðingum.

Haft er eftir lögreglunni að þegar bifreiðin hafi oltið hafi íbúar þorps í nágrenninu hópast á staðinn með fötur og önnur ílát til þess að sækja sér eldsneyti. Tíu mínútum síðar hafi sprenging orðið í bifreiðinni. Ekki sé hins vegar ljóst hvað hafi valdið sprengingunni.

Unnið er að því að bera kennsl á lík þeirra sem létust. Yfir 100 slösuðust í eldsvoðanum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert