Macron og Nemo

Nemo skoðar sig um í forsetahöllinni í morgun.
Nemo skoðar sig um í forsetahöllinni í morgun. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, rýfur ekki hundahefð forseta lýðveldisins því hann er búinn að fá sér hund. Um er að ræða svartan blending labrador-griffon sem hefur hlotið nafnið Nemo.

Nafnið kemur ekki úr samnefndri teiknimynd heldur er fyrirmyndin skipstjórinn í bók franska rithöfundarins Jules Verne, Sæfaranum (Vingt mille lieues sous les mers) sem kom út árið 1870.

Forsetahjónin, Emannuel og Brigitte, fengu Nemo í athvarfið fyrir heimilislausa hunda um helgina en hann er eins til tveggja ára gamall. Í morgun sást Nemo á göngu við Élysée-höll í París í fylgd varðmanna.

Allir forsetar franska lýðveldisins eftir seinni heimsstyrjöldina hafa átt hunda og yfirleitt hefur labrador orðið fyrir valinu. Charles de Gaulle átti hins vegar korgi sem hann fékk að gjöf frá Elísabetu Englandsdrottningu.

Forveri Nemó í höllinni heitir Philae, labrador sem heitir eftir Philae-lendingarfarinu sem lenti á halastjörnunni 67P í nóvember 2014 eftir tíu ára og 6,5 milljarða kílómetra langa ferð með geimfarinu Rosettu. 

Nemo langaði greinilega út að viðra sig þegar ljósmyndarar sáu …
Nemo langaði greinilega út að viðra sig þegar ljósmyndarar sáu til hans í höllinni í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert