Talinn hafa átt við fallhlíf eiginkonunnar

Victoria lifði af 1.200 metra fall.
Victoria lifði af 1.200 metra fall. AFP

Aftur verður réttað í máli bresks hermanns sem sakaður er um að hafa reynt að myrða eig­in­konu sína í tvígang, fyrst með því að eiga við gas­leiðslu á heim­ili þeirra og síðar með því að eiga við fall­hlíf­ar­búnað henn­ar.

Kviðdómur komst ekki að neinni niðurstöðu í fyrra skiptið og því verður málið tekið fyrir aftur.

Maðurinn, Emile Cilliers, hefur neitað því að hafa átt við fallhlíf konu sinnar og að hafa skemmt gasleiðslu. 

Kona hans Victoria féll 1.200 metra þegar hvorki aðal­fall­hlíf henn­ar né vara­fall­hlíf opnuðust en komst lífs af. Samkvæmt saksóknara hafði Emile viku áður átt við gasleiðslur á heimili þeirra og vonaðist til að að fiktið myndi leiða til spreng­ing­ar þegar eig­in­kon­an kveikti á elda­vél­inni.

Victoria Cilliers fann gas­lykt og sendi Emile skila­boð þar sem hún spurði hvort hann væri að reyna að koma henni fyr­ir katt­ar­nef en sló skila­boðunum síðar upp í grín. Emile svaraði með því að bjóða henni í fall­hlíf­ar­stökk, sem Victoria þáði.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert