Gætu farið í fangelsi fyrir skyndiskilnað

Ekki hefur dregið úr skyndiskilnaði í Indlandi þrátt fyrir að …
Ekki hefur dregið úr skyndiskilnaði í Indlandi þrátt fyrir að þeir brjóti gegn stjórnarskrá landsins. AFP

Indverskir eiginmenn sem reyna að nýta sér skyndiskilnað við eiginkonur sínar gætu átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist ef ný lög verða samþykkt. Í ágúst lagði æðsti dóm­stóll Ind­lands bann við slíkum skilnaði því þeir brjóta gegn stjórn­ar­skrá lands­ins. Þrátt fyrir það hefur ekki dregið úr þeim. BBC greinir frá. 

Ind­land er eitt fárra ríkja í heim­in­um þar sem karl­ar sem eru mús­lim­ar geta skilið við eig­in­konu sína á nokkr­um mín­út­um. Það eina sem þeir þurfa er að að segja orðið talaq (skilnaður) þris­var. 

Í lögunum er einnig kveðið á um sektir sem og hvernig stuðningi við konur verði háttað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert