Skoða gagnsemi þess að smita fólk vísvitandi

Frá bóluefnaframleiðslu breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline.
Frá bóluefnaframleiðslu breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fundar í dag um möguleikann á bóluefnarannsóknum þar sem ungt fólk er vísvitandi sýkt af Covid-19 til þess að flýta fyrir þróun bóluefnis við kórónuveirunni. 

Guardian greinir frá þessu.

Fundurinn er haldinn þrátt fyrir að afar jákvæð teikn séu á lofti hvað varðar þróun bóluefna. Þrjú bóluefni hafa nú þegar sýnt mikla virkni, bóluefni frá Pfizer og BioNTech, Moderna og Astra Zeneca. 

Sumir vísindamenn efast um að skynsamlegt sé að sýkja sjálfboðaliða af veiru sem engin lækning er til við, þrátt fyrir að meðferðir sem geti hjálpað sjúklingum séu til staðar. Aftur á móti segja málsvarar aðferðarinnar að ungu fólki standi takmörkuð ógn af Covid-19 og að ávinningur þess að flýta þróun bóluefna séu verulegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert