Sameining felld í þremur hreppum á Ströndum

Tillaga um sameiningu fjögurra hreppa á Stöndum var felld í þremur þeirra, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Hólmavíkurhreppi, en samþykkt í Broddaneshreppi.

Íbúar Hólmavíkurhrepps, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps höfnuðu tillögu um sameiningu sveitarfélaga í Strandasýslu, en íbúar Broddaneshrepps samþykktu hana. Úrslitin eru endanleg.

Í Árneshreppi var kjörsókn 73,9%. 32,4% voru fylgjandi tillögum um sameiningu en 67,8% voru henni mótfallnir. Í Kaldrananeshreppi var 67% kjörsókn. 13,6% voru fylgjandi sameiningu en 86,4% voru henni mótfallnir. Þá var 44,7% kjörsókn í Hólmavíkurhreppi. 32,6% kjósenda var fylgjandi sameiningu en 67,4% voru henni mótfallnir. Í Broddaneshreppi var kjörsókn 51,1%. 75% voru fylgjandi sameiningu en 25% voru því mótfallnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka