Sameiningartillaga felld á Snæfellsnesi

Tillaga um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi var felld í öllum sveitarfélögum. Um var að ræða Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshrepp, Stykkishólmsbæ, Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ.

Í Eyja- og Miklaholtshrppi voru 43,3% samþykkir sameiningu en 56,7% andvígir. Í Snæfellsbæ voru 20,6% samþykk en 79,4% andvíg. Í Grundarfirði voru 14,5% samþykk en 85,5% andvíg. Í Helgafellssveit voru 24,2% samþykk en 75,8% andvíg og í Stykkishólmi voru 35% samþykk en 65% andvíg. Kjörsókn var á bilinu 55-85%, mest í Helgafellssveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert