Sameiningartillaga samþykkt á miðsvæði Austfjarða

Tillaga um sameiningu sveitarfélaga var samþykkt í Mjóafjarðarhreppi, Fjarðabyggð, Austurbyggð og í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Kosið verður til sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags í almennum sveitarstjórnarkosningum 27. maí 2006 og mun sameiningin taka gildi hinn 9. júní 2006 að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Í Mjóafjarðarhreppi voru 38 á kjörská en kjörsókn var 78,13%. 76% kjósenda sagði já en 24% sagði nei. Í Fjarðabyggð voru 3.175 á kjörskrá en 42,4% kusu. 52,9% kjósenda sagði já en 47% sagði nei. Í Fáskrúðsfjarðarhreppi var 51 á kjörskrá og var kjörsókn 73%. 72% kjósenda sagði já en 27% sagði nei. Í Austurbyggð voru 873 á kjörskrá en 58,4% þeirra kusu. 66,6% kjósenda sagði já en 33,3% sagði nei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert