„Hefði viljað sjá meiri árangur"

„Ég hefði auðvitað viljað sjá meiri árangur af þessu ágæta starfi, það er ljóst að það voru skiptar skoðanir um þessar tillögur en hins vegar höfum við ákveðið hér á Íslandi að fara þessa lýðræðislegu leið," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga um niðurstöðu sameiningarkosninganna á laugardag.

Hann bendir á að í Danmörku og Svíþjóð sé sameining ákveðin með lagaboði.

Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna býst Vilhjálmur við því að sameining sveitarfélaga muni halda áfram, líkt og gerðist í kjölfar kosninganna 1993.

„Síðan í framhaldinu hófust viðræður milli ákveðinna sveitarfélaga um sameiningu, á þeirra forsendum að sjálfsögðu. Frá 1990 til dagsins í dag og með þessari niðurstöðu sem fékkst í gær [fyrradag] hefur sveitarfélögum fækkað úr 204 í 89, sem verður að teljast allgóður árangur," segir Villhjámur sem gerir ráð fyrir því að viðræður milli sveitarfélaga haldi áfram á næstu árum. Sá árangur sem náðst hafi frá 1990 sýni vel að sameining sveitarfélaga hafi gefist vel. "Ég tel að þessi niðurstaða útiloki ekki að sveitarfélög taki við fleiri verkefnum í framtíðinni."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert