Sameining sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hafnað

Tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var felld í Höfðahrepp, Skagabyggð og Áshreppi, en samþykkt í Blönduósbæ. Úrslitin eru endanleg og var tillögunni hafnað.

Kjörsókn í Áshreppi var 91,5%. 40,5% sögðu já en 59,5% sögðu nei. Í Blönduósbæ var kjörsókn 40,4%. 86,4% kjósenda samþykkti sameiningu en 13,6 sögðu nei. Í Höfðahreppi var kjörsókn 68,3%. Já sögðu 8,4% en 91,6% sögðu nei. Í Skagabyggð var kjörsókn 68,7%. 20% kjósenda sagði já en 80% sögðu nei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert