Afkastaaukning ekki háð umhverfismati

mbl.is/Kristinn

Afkastaaukning fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem greint var frá í dag. Niðurstaða stofnunarinnar er að afkastaaukningin sé ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

„Skipulagsstofnun telur að breytingar á verksmiðjunni hafi í för með sér að hráefni til bræðslu verði ferskara, geymslutími muni styttast og minni líkur á því að unnið verði gamalt hráefni sem valdið geti aukinni lyktarmengun. Áhrif á loftgæði verði því óveruleg. Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð framkvæmd muni ekki hafa í för með sér verulega aukningu mengunar, hvorki vegna frárennslis né útblásturs,“ segir í niðurstöðu Skipulagsráðs.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert