Hluti Laugavegar malbikaður

Hluti Laugavegar malbikaður í dag.
Hluti Laugavegar malbikaður í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er síðasta malbikunin á áætlun sumarsins. Það kunna þó að bætast við einhverjar malbiksviðgerðir,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, aðspurður um malbikun á hluta Laugavegar í veðurblíðunni í dag.

Hann segir vinnuflokkinn hafa brett upp ermar.

„Þeir voru búnir klukkan 14.15 í dag og svo verður umferð aftur hleypt á þegar malbikið hefur kólnað niður fyrir 40 gráður. Þetta gekk mjög vel eins og raunar allar malbiksframkvæmdir sumarsins. Við höfum verið einstaklega heppnir með veður.

Það stóð reyndar til að malbika á þriðjudaginn var en verkefninu var frestað vegna veðurs. Það var orðin veruleg þörf á nýrri yfirlögn á þessum hluta Laugavegar,“ segir Jón Halldór og á við götuhlutann frá Vitastíg niður að Skólavörðustíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert