350 þúsund hafa komið í Hörpu

Harpa opnunarkvöldið
Harpa opnunarkvöldið mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls hafa rúmlega 350.000 manns sótt Hörpu heim frá því starfsemi hófst í húsinu fyrir fimm mánuðum. Eru þetta  30% fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Talning er alla daga í Hörpu auk þess sem miðað er við alla þá sem sótt hafa viðburði hvort sem um er að ræða tónleika, ráðstefnur eða fundi eða komið til að skoða húsið og á aðra viðburði. Eins og fram hefur komið hefur sala á áskriftarkortum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands aukist um 70% á milli ára sem er framar björtustu vonum, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert