Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilnefnd til Facebook-verðlauna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum í þágu löggæslu. AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum í þágu löggæslu. Einnig eru lögreglulið frá Kanada og Ástralíu tilnefnd í þessum flokki.

Frá þessu segir á facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir: „Við erum stolt af þessum árangri og afar þakklát sömuleiðis fyrir jákvæðar viðtökur hjá ykkur og virk samskipti á okkar síðum á netinu.“

Verðlaunin nefnast „Connected Cops Awards“ á ensku.

Í umsögn um facebooknotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að frá því að hún hóf notkun samfélagsmiðla síðla árs 2010 hafi 22.000 skráð sig á síðuna, en það sé líklega hlutfallslega mesti fjöldi, sé miðað við mannfjölda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert