Stór aurskriða féll í Vöðlavík

Þungt brim í Vöðlavík.
Þungt brim í Vöðlavík.

Vegurinn milli bæjanna Ímastaða og Vöðla í Vöðlavík er lokaður eftir að stór aurskriða féll úr Ímatindi.

Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni að vegurinn yrði að líkindum ekki ruddur fyrr en búið væri að ryðja Mjóafjörð í maí.

Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði hafði ekki fengið útkall vegna málsins. Ekki er höfð veturseta í Vöðlavík. Fram kom á fréttavef RÚV í gærkvöldi að skriðan væri 200 metra breið og að 2-3 metra moldarlag hyldi nú veginn. Ekki er vitað hvenær skriðan féll en vélsleðamenn sáu hana fyrst 18. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert