Eldsneytisverð lækkaði

Verðið lækkaði hjá olíufélögunum í gær vegna lækkunar erlendis.
Verðið lækkaði hjá olíufélögunum í gær vegna lækkunar erlendis. mbl.is/Golli

Eldsneytisverð lækkaði í gær. Hjá N1 lækkaði verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur og kostaði bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu 249,8 kr.

Lítrinn af dísilolíu lækkaði um 1,6 kr. og kostaði 238,3 kr. í sjálfsafgreiðslu. Lækkunin var vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs.

Í Morgunblaðinu í dag segist Stefán Karl Segatta, sérfræðingur hjá N1, telja að árstíðarbundnar hækkanir sem gjarnan verða um þetta leyti séu að hverfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert