Bilun í öryggisbelti orsakaði slysið

Rússíbaninn Inferno var byggður árið 2007, en hann er nýjasta …
Rússíbaninn Inferno var byggður árið 2007, en hann er nýjasta tækið í skemmtigarðinum. ThemeParkReview/OldJJMan

Talið er að bilað öryggisbelti hafi orsakað slysið í Terra Mítica, sem kostaði Andra Frey Sveinsson lífið hinn 7. júlí.

Þetta er fyrsta kenning spænsku lögreglunnar, sem rannsakar slysið. Við rannsóknina er tekið tillit til hraða rússíbanans og þyngdar farþega. Frá þessu er greint á spænsku fréttavefjunum Europa PressEl mundo og Typically Spanish.

Stjórnendur skemmtigarðsins segja að tækið hafi haft opinbera öryggisvottun, sem hafi verið gefin út af þriðja aðila.

Í yf­ir­lýs­ingu sem fjöl­skylda Andra Freys gaf út kom fram að Andri Freyr hefði fallið úr um 15 metra hæð úr rúss­íban­an­um In­ferno þegar ör­ygg­is­tæki gáfu sig í lok ferðar­inn­ar. Eng­inn sjúkra­bíll var í garðinum og þurfti fjöl­skyld­an að bíða í 20–25 mín­út­ur eft­ir aðstoð. Andri Freyr lést í bíln­um á meðan hann var enn á svæði garðsins.

Rúss­íban­inn var fram­leidd­ur í Þýskalandi og sagður í sam­ræmi við ströngustu ör­yggis­kröf­ur. Stjórn­end­ur garðsins segj­ast rann­saka hvað gerðist í sam­vinnu við verk­fræðinga hjá fram­leiðand­an­um, þýska fyr­ir­tæk­inu Steng­el Eng­ineer­ing.

Sams­kon­ar tæki er einnig að finna í skemmtigörðunum Gröna Lund í Stokk­hólmi og Borg­backen í Hels­inki. Þeim var báðum lokað tímabundið vegna bana­slyss­ins, en hafa verið opnaðir að nýju.

Biðu eft­ir sjúkra­bíl í 20-25 mín­út­ur

Allt gekk sinn vana­gang þrátt fyr­ir slysið

Fjöl­skyld­an gaf skýrslu í morg­un

Pilt­ur­inn sem lést á Spáni

„Fyr­ir mér var þetta versta tækið“

Sams­kon­ar rússi­bön­um lokað

Rann­sókn haf­in á bana­slysi ís­lenska pilts­ins

Staðfest að pilt­ur­inn var ís­lensk­ur

Íslend­ing­ur sagður lát­inn í skemmtig­arði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert