Gerir miðborgina dýrari

Rauðu húsin að Hverfisgötu 53 og 55. Þar verða samtals …
Rauðu húsin að Hverfisgötu 53 og 55. Þar verða samtals fjórar íbúðir leigðar út. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Útleiga fjölda íbúða í miðborg Reykjavíkur til ferðamanna á þátt í takmörkuðu framboði lítilla íbúða á svæðinu og hefur haft í för með sér að fasteigna- og leiguverð íbúða í miðborginni hefur hækkað.

Þetta er mat Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala, sem telur að þessar hækkanir muni smita yfir í nálæg hverfi, eins og Norðurmýri og Hlíðahverfið. Sú þróun sé þegar hafin.

„Eftir því sem ferðamönnum fjölgar getum við farið að líta til höfuðborga á Norðurlöndum, eins og Kaupmannahafnar, þar sem er mjög dýrt að kaupa og leigja húsnæði í miðborginni. Það er að verða meiri höfuðborgarbragur á þessum svæðum. Það er mjög lítið framboð af íbúðum í miðborginni sem eru undir 90 fermetrum að stærð,“ segir Ingibjörg í fréttaskýringu um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert