Starfaði við að flytja flugvélar

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Flugmaður flugvélarinnar sem hrapaði skammt frá flugvellinum í Kulusuk á Grænlandi fyrir viku síðan starfaði við það að flytja flugvélar á milli staða fyrir flugvélaframleiðendur. Flak flugvélarinnar fannst í gær eftir margra daga leit en slæmt veður er talið hafa valdið því að vélin fannst ekki fyrr.

Fram kemur á fréttavef dagblaðsins The Bismarck Tribune að flugmaðurinn, Paul Eriksmoen, hafi verið sonur eins af dálkahöfundum blaðsins, Curtis Eriksmoen. Hann hafi verið 34 ára að aldri og búsettur í borginni Shelton í Washington-ríki í Bandaríkjunum.

Haft er eftir föður flugmannsins að hann hafi orðið fyrir vélarbilun skömmu áður en flugvélin hrapaði. Paul Eriksmoen var ókvæntur og barnlaus. Hann var fæddur í borginni Bismarck í Norður-Dakóta en ólst upp í Sioux City í Iowa-ríki.

Frétt mbl.is: Flak flugvélarinnar fundið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert