Kominn niður af Esjunni

Vel gekk að koma manninum niður af Esjunni.
Vel gekk að koma manninum niður af Esjunni. mbl.is/Ómar

Göngumaðurinn sem slasaðist á gönguleiðinni á Kerhólakamb fyrr í dag er kominn undir læknishendur, en talið er að hann sé fótbrotinn. Maðurinn var á ferð með félögum sínum og var björgunarsveitum gert viðvart um eittleytið. Hann var kominn í sjúkrabíl um klukkustund síðar.

Töluverðan mannskap þurfti til að bera manninn niður, en samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var hann í um 300 metra hæð þegar óhappið átti sér stað.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við mbl.is að verkið hefði gengið hratt og vel, en að aðstæður hefðu verið nokkuð erfiðar. Þar sem fjallahópur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitafólk hefði verið fljótt á vettvang hefði maðurinn heldur ekki orðið kaldur að ráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert