Gasmengun á Kirkjubæjarklaustri

Svona verður gasmengunin í dag og á morgun.
Svona verður gasmengunin í dag og á morgun.

Í dag, miðvikudag, má búast við að gasmengunin frá eldgosinu í Holuhrauni berist til austurs, en til suðvesturs og suður í kvöld.

Um klukkan 9:43 í morgun mældist SO2 mengun á Kirkjubæjarklaustri 1100 µg/m3, sem er slæm fyrir viðkvæma. Um hádegið mældist mengun á Höfn í Hornafirði 388 µg/m3, og eru loftgæði þá sæmileg.

Á morgun (fimmtudag) berst mengunin til suðvesturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert