Grjótkast og hávaði

mbl.is/Júlíus

Um tvöleytið í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um hávaða, læti og grjótkast við gistiheimili í austurbænum. Þar var búið að brjóta að minnsta kosti eina rúðu. Sá sem stóð fyrir látunum og kastaði grjótinu var á staðnum og var hann keyrður til síns heima eftir skýrslutöku.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um mann í Breiðholti sem reyndi bæði að komast inn í íbúðarhús og bifreiðir. Lögreglumenn handtöku manninn og var hann vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar af honum rennur.

Um þrjúleytið var síðan ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert