Jöfn kynjahlutföll í nefndum

Skjáskot af vef velferðarráðuneytisins

Fjórða árið í röð mælist hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum á vegum velferðarráðuneytisins nánast jafnt. Ríki og sveitarfélög skulu, samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, gæta að því að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á þeirra vegum sé hlutfall kynjanna sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki minni en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír, segir í frétt um málið á vef velferðarráðuneytisins.

Ráðuneyti skulu reglulega birta upplýsingar um hlut kynja í nefndum og ráðum samkvæmt þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert