Forseti Alþingis og biskup 40 ára stúdentar

Biskup og forseti Alþingis ásamt útskriftarárgangnum sínum
Biskup og forseti Alþingis ásamt útskriftarárgangnum sínum Ljósmynd/Menntaskólinn á Ísafirði

Menntaskólinn á Ísafirði útskrifaði nemendur í gær. Við það tilefni hittust 40 ára stúdentar frá skólanum en í þeim hópi eru forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir.

„40 ára stúdentar frá skólanum komu saman í annað sinn en þetta er í 41. sinn sem er útskrifað frá skólanum,“ sagði Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, í samtali við mbl.is. „Biskup og forseti Alþingis voru bæði mætt og var það afar ánægjulegt.“

Dagurinn og kvöldið hjá útskriftarnemum og gömlum stúdentum var afar skemmtilegt. „Það var mikil útskriftarveisla um kvöldið eins og venjulega í íþróttahúsinu þar sem saman komu um 300 manns.“ Mikið stuð var um kvöldið þar sem gamlir útskriftarárgangar voru með skemmtiatriði. „Gamlir og nýir stúdentar voru með atriði, þannig að þetta er mikil hátíð hérna hjá okkur,“ sagði Jón Reynir. 

Lára Margrét Gísladóttir, dúx með einkunnina 9,33, heldur ræðu.
Lára Margrét Gísladóttir, dúx með einkunnina 9,33, heldur ræðu. Ljósmynd/Menntaskólinn á Ísafirði
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert