Síendurtekin stöðubrot hækka sektir

Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að hækka gjald vegna stöðubrota úr 5.000 kr. í 10.000 krónur.

Leggja Bílastæðasjóður og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem sér um að innheimta gjald vegna stöðubrota, áherslu á samræmingu í gjaldtökunni.

Er því kallað eftir því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður, hækki einnig sínar gjaldskrár til samræmis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert