Besta veðrið fyrri hluta vikunnar

Veðurspáin klukkan 12 á hádegi á morgun.
Veðurspáin klukkan 12 á hádegi á morgun. Mynd/Veðurvefur mbl.is

Nánast á landinu öllu verður bjartasta og þurrasta veðrið í upphafi vikunnar því þegar nálgast helgina gætu komið skúrir og draga fyrir sólina.

Besta veðurspáin er á þriðjudag og miðvikudag. Þá er spáð léttskýjuðu eða heiðskíru næstum á öllum vesturhluta landsins. Hitinn verður á bilinu 9-13 stig. Einnig verður þá hálf- eða léttskýjað á austurhluta landsins.

Á fimmtudag er spáð skýjuðu veðri á norðausturhorninu og rigningu. Á Norðurlandi verður skýjað víða en hálfskýjað á Suðvesturlandi. Þegar líður á daginn verður svo hálfskýjað á Suðurlandinu öllu en skýjað fyrir norðan.

Á föstudag verður skýjað eða hálfskýjað á nánast öllu landinu. Hitinn verður þó áfram í kringum 9-13 stig á vesturhluta landsins en 7-9 stig á austurhlutanum.

Svipuð spá er fyrir laugardaginn. Skýjað verður á Austurlandi og hálfskýjað með skúrum á Vestur- og Norðurlandi. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert