Conor McGregor sigraði gegn Chad Mendes

Conor McGregor er hinn líflegasti.
Conor McGregor er hinn líflegasti. Twitter Conors McGregor

Conor McGregor sigraði Chad Mendes í lokabardaga UFC í nótt. McGregor hafði andstæðing sinn undir með tæknilegu rothöggi í bardaga þar sem Chad Mendes stýrði ferðinni megnið af bardaganum.

McGregor var ólíkur sjálfum sér í bardaganum, því ólíkt því sem aðdáendur hans hafa vanist þurfti hann að hafa mikið fyrir sigrinum. Hann þakkaði Írunum sem mættu til Vegas fyrir stuðninginn. Fyrr í nótt tók Gunnar Nelson Brandon Thatch í bakaríið eftir þriggja mínútna bardaga.

Frétt mbl.is: Gunnar sigraði á þremur mínútum

McGregor hafði aðeins tvær vikur til að búa sig undir bardagann við Mendes, því til stóð að hann berðist við annan mann í kvöld. McGregor var óvenjulega hógvær eftir bardagann, sennilega vegna þess að hann fékk á sig góðan slatta af höggum. Hann verður vonandi orðinn samur innan skamms.

Hann sagðist hlakka til að berjast við Jose Aldo, sem hann sagði hafa lagt á flótta í aðdraganda þessa bardaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert