„...þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni“

Launaseðill lögreglumannsins.
Launaseðill lögreglumannsins. Ljósmynd/ Sigvaldi Arnar Lárusson

Í síðasta mánuði mátti ungur, menntaður, lögreglumaður þola „...þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni.“ Hótanir, ógnun með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys, heimilisofbeldi þar sem börn komu við sögu og þar fram eftir götunni. Fyrir þetta fékk hann 454.076 krónur í mánaðarlaun fyrir skatt og 284.662 krónur útborgaðar.

Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglumannsins Sigvalda Arnars Lárussonar sem birtir launaseðil lögreglumannsins. Eigandi launaseðilsins vill ekki koma fram undir nafni og segir Sigvaldi að viðkomandi skammist sín fyrir launin.

„Þarna er um að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu,“ skrifar Sigvaldi og telur upp ofangreindar upplifanir lögreglumannsins í starfi þann mánuðinn.

„Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.
Finnst einhverjum það skrýtið?“

 

Í gær hafði samband við mig ungur, menntaður, lögreglumaður og vildi endilega koma til mín launaseðli sínum með þeirri ó...

Posted by Sigvaldi Arnar Lárusson on Monday, October 5, 2015

 

Lögreglumenn við Stjórnarráðið.
Lögreglumenn við Stjórnarráðið. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert